154. löggjafarþing — 56. fundur,  22. jan. 2024.

framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027.

584. mál
[19:09]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni góð orð í minn garð og tek þeim bara sem hvatningu til að reyna að gera vel í þessum málaflokki.

Mig langar að nefna eitt sem væri kannski svolítið skemmtilegt að beina til hv. velferðarnefndar og það er að skoða hluti sem ekki eru í þessari framkvæmdaáætlun. Þó að ég sé nú talsvert stoltur af henni þá er alltaf eitthvað sem maður kannski rekst á að gæti verið hægt að hnykkja á, það snýr að listsköpun fatlaðs fólks. Ég beini því til nefndarinnar að hún gæti, hafi hún til þess áhuga og löngun, skoðað það sérstaklega jafnvel að bæta við aðgerð sem snýr að þeim þáttum í samstarfi við menningarmálaráðuneytið. Ég veit að það mun alveg örugglega vera áhugi á því þar.